top of page

Háforgjafarmót Vestarr

Laugardaginn 22 maí var spilað fyrsta mót sumarsins, Háforgjafarmót Vestarr. 11 keppendur tóku þátt í tveimur flokkum. Kylfingar með yfir 24 í forgjöf spiluðu punktakeppni en kylfingar undir 24 í forgjöf spiluðu höggleik með forgjöf. Í punktakeppninni voru 6 keppendur og þar var Bryndís Theodórsdóttir í fyrsta sæti með 38 punkta og Jóhann Rúnar Kristinsson í öðru sæti með 36 punkta Í höggleiknum var Guðni Hallgrímsson efstur með 74 högg með forgjöf og í öðru sæti var Valtýr Njáll með 79 högg með forgjöf. Ágætis veður var en hitastigið hefði mátt vera örlítið hærra. https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039...


10 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page