top of page
vestarr33

Jónsmessumót

föstudaginn 21. júní 2024 klukkan 20:00


Leikinn er snærisleikur sem er spilað með þeim hætti að hver keppandi fær snæri í samræmi við forgjöf sína, þ.e. 0.25 metra af snæri fyrir hvert högg í forgjöf. Sá sem er t.d. með 20 í forgjöf fær þá 5 metra snæri. Snærið verður þá forgjöf keppanda og getur keppandi klippt af snærinu í staðinn fyrir högg. Til dæmis ef keppandi slær inn á 9. flöt í þriðja höggi og er meter frá holu þá getur hann nýtt sér snærið og sleppt því að telja næsta högg. Þá skrifar sami keppandi 3 sem skor á 9. braut.


Klúbburinn mun skaffa snæri en keppendur eru beðnir um að koma með skæri, hníf eða annað sem hægt er að nota til þess að klippa snærið.


Ræst verður út af öllum teigum stundvíslega klukkan 20:00 og eru keppendur beðnir um að mæta tímanlega. Raðað verður í holl og skráning á golfboxinu.


5 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page