top of page
96107452_1549964371831699_65595508335118

Bárarvöllur

Að spila völlinn eins og heimamaður:

1. braut;  Fátt að varast í aðkomu að greeninu. Í innáhögginu ber að varast að vera ekki of langur og frekar hægra megin en vinstra.  Þar er skurður sem liggur vinstra megin utan við greenið.

2. braut; Vera alls ekki hægra megin í upphafshögginu.  Ef menn eru langir þá er hægt að slá inn á green og þá gildir að lenda boltanum vinstra megin, annars er bæði röff og vatn sem geta gleypt boltann.  Ef menn reyna ekki inn á þá eru hættur hægra megin líka, erfitt röff.

3.braut; fátt að varast annað en innáhöggið.  Lendingarsvæði er ekki of mikið og því gott að stilla sig vel af fyrir það högg.  Hægt er að lenda í hverju sem er ef innáhöggið klkkar, vatni, trjám og lúpínum.  Oftar en ekki er það týndur bolti ef innáhöggið klikkar.

4. braut;  Vera örlítið vinstramegin.  Bolti sem lendir aðeins of stutt ef slegið er beint á pinna kastast til hægri.  Auðvita er best að slá bara inn á pinna og þeir sem geta það eru hvatttir til þess að gera það en þeir sem eru ekki of vissir ættu að vera frekar of langir en of stuttir og frekar til vinstri en hægri.

5. braut.  Meðfram brautinni allri er röff vinstrameginn.  Aðalaatriðið á þessari braut er að vera annaðhvort á braut eða hægra megin út af henni.  Í innáhögginu borgar sig að miða aðeins vinstramegin þar sem það kastast alltaf svolítið til hægri eftir lendingu.

6. braut.  Ef það er búið að vera þurrt í veðri borgar sig að lenda kúlunni í innáhögginu fremst á greenið þar sem greenið er oft mjög hart þarna og getur fengið heljarinnar hopp.  Annars fáar hættur á þessari braut.

7. braut.  Það er bannað að vera of langur í innáhögginu.  Best er að lenda kúlunni ofarlega í brekkuna en erfitt er að stöðva kúluna ef lent er upp á greeninu.  Bak við greenið er röff og getur verið erfitt að koma sér út úr vandræðum þar.

8. braut.  Lenda bara inn á greeni og þá er allt í fínum málum.

9. braut.  Vallarmörk vinstra megin alla brautina.  Menn verða að passa sig í innáhögginu að vera ekki of langir.  Bæði eru bönkerar þar sem og hætta á fara út fyrir vallarmörk.

bottom of page