4.deild kk
- vestarr33
- Aug 18
- 1 min read
Íslandsmót golfklúbba, 4. deild, var spiluð á Grundarfjarðarvelli dagana 15. - 17. ágúst. Átta lið voru skráð til leiks. Spilaðar voru 5 umferðir á 3 dögum. Grundarfjarðarvöllur hefur aldrei verið eins flottur og núna og voru kylfingar einróma sammála um frábært ástand vallarins.
En á mótinu var veðrið ekki alveg að vinna með kylfingum. Nokkur vindur var á föstudag og laugardag en á sunnudag var hann hægari en gekk á með skúrum.
Starfsfólk í skála, þær Steinunn og Nikki sáu um að fóðra keppendur og starfsmenn með frábærum veitingum og var vel veitt.
Nokkuð kom af gestum til að fylgjast með keppninni og styðja við okkar menn.
Úrstlit mótsins
Golfklúbburinn Vestarr
Golfklúbburinn Mostri
Golfklúbburinn Geysir
Golfklúbbur Þorlákshafnar
Golfklúbburinn Vatnsleysustrandar
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
Golfklúbbur Norðfjarðar
Golfklúbburinn Jökull
Vestarr spilar því í 3.deild að ári.
Þökkum öllum fyrir komuna og þökkum sjálfboðaliðum og starfsmönnum fyrir að gera völlinn og umgjörðina alla hina flottustu.
Mótsstjórn,
Konráð, Bent og Garðar

Comments